Velkomin á ráðningavef Isavia

  Isavia sér um uppbyggingu og rekstur flugvalla á Íslandi og veitir flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlands- jafnt sem millilandaflug auk yfirflugþjónustu fyrir Norður-Atlantshafið.


  Fyrirtækið leggur áherslu á að ráða metnaðarfullt og hæft starfsfólk á fjölskylduvænan og skemmtilegan vinnustað.


  Gildi Isavia eru öryggi, samvinna og þjónusta. Með öguðum vinnubrögðum og stöðugri þekkingaröflun stuðlum við að öryggi almennings, viðskiptavina og starfsmanna. Við berum virðingu fyrir störfum hvers annars og vinnum saman að settu marki sem eitt lið. Við setjum okkur skýr þjónustuviðmið og tileinkum okkur jákvætt viðmót og virðingu gagnvart viðskiptavinum.ÞAÐ ER FLJÓTLEGT AÐ SÆKJA UM

1. Nýskráning Þú byrjar á að nýskrá þig á ráðningavefinn okkar

2. GrunnskráningFylltu út grunnskráninguna, hún nýtist þér aftur ef þú sækir um starf síðar

3. Sæktu um starfið Sæktu um starfið – grunnskráningin fyllir umsóknina út að hluta

Meðferð starfsumsókna hjá Isavia

 • Allar umsóknir um störf hjá Isavia skulu fara í gegnum ráðningavefinn.

 • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.

 • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.

 • Umsóknir eru geymdar í 6 mánuði. Vinsamlegast látið okkur vita ef þið viljið að gögnum um þig sé eytt fyrir þann tíma.

Um okkurVissir þú að:

  Hjá Isavia og dótturfélögum starfa um 1040 manns.


  Störf hjá Isavia eru mjög fjölbreytt, bæði sérhæfð störf tengd rekstri flugvalla og flugleiðsögu ásamt hefðbundnum skrifstofustörfum.


  Við ráðum nema í flugumferðastjórn og flugfjarskipti ásamt því að á sumrin ráðum við um 200 sumarstarfsmenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar


  Keflavíkurflugvöllur var valin besti flugvöllur í Evrópu 2009, 2011 og 2014 ásamt því að vera útnefndur meðal bestu flugvalla í heimi af alþjóðasamtökum flugvalla árið 2014


  465 starfsmenn sóttu 25.600 klst. í þjálfun 2013


  Áætlunarflugvellir Isavia samsvara 430 km af tveggja akreina vegum


  Það er markmið Isavia að tryggja jafnrétti og að hver starfsmaður sé metinn á eigin verðleikum


  Við erum með öfluga heilsustefnu og endurgreiðum árlega niður íþróttaiðkun starfsmanna

 • Isavia ohf.
 • Reykjarvíkurflugvelli
 • Sími: +354 424 4000
 • Fax: +354 424 4001